Fara í efni

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun

Nánari upplýsingar
Titill Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun
Lýsing

„Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2013 – samanburður og þróun“ er hluti af Sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2013 sem er fjármagnað m.a. af ríkissjóði samkvæmt sérstökum samningi þar um. 

Þessi greinargerð byggir á niðurstöðum úr könnunum sem Rannsóknir og ráðgjöf ferða-­‐ þjónustunnar (RRF) hafa framkvæmt fyrir Höfuðborgarstofu stöðugt frá janúar 2004 til ágúst 2013, eða í áratug. Spurningarnar fyrir Höfuðborgarstofu hafa verið liður í stærri könnun sem nefnist Dear Visitors og er framkvæmd meðal erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð allt árið um kring og einnig á Seyðisfirði að sumarlagi. Þar hefur m.a. verið spurt um komur og gistinætur erlendra ferðamanna í Reykjavík, afþreyingu þeirra í borginni og um álit á henni (einkunn). Einnig um heildarreynslu af Reykjavík og hvort erlendir gestir muni mæla með borginni við aðra.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2013
Útgefandi Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Leitarorð reykjavík, höfuðborgin, höfuðborgarsvæðið, kannanir, könnun, ferðavenjur, markaðssetning, gistinætur