Ferðaáform Íslendinga sumarið 2021
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Ferðaáform Íslendinga sumarið 2021 |
Lýsing | Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar (júní-ágúst) þar sem gist er eina nótt eða lengur samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þrátt fyrir að stór hluti landsmanna hafi fengið bólusetningu að einhverju eða öllu leyti þá virðist það ekki hafa breytt afstöðu manna til utanlandsferða frá því sem var í upphafi árs. Könnunin sem framkvæmd var af Gallup dagana 14.-27. maí samanstendur af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði en sömu spurnirngar voru lagðar fyrir fyrr á árinu (jan-feb). Niðurstöðurnar sýna:
Niðurstöður könnunar í heild: Ferðaáform Íslendinga sumarið 2021 Skoða niðurstöður könnunar sem gerð í janúar-febrúar 2021 Um könnunina Könnunin var unnin sem netkönnun á tímabilinu 14.-27. maí 2021. Úrtakið var 1.796 einstaklingar, 18 ára og eldri af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Svarfjöldi var 821 einstaklingur og var þátttökuhlutfallið 45,7%. Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum Gallup í samvinnu við Ferðamálastofu.
|
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ferðavenjur |
Útgáfuár | 2021 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
ISBN | 978-9935-522-12-2 |
Leitarorð | ferðavenjur, ferðaáform, ferðir, ferðalög, ferðalag, ferðalög íslendinga, innanlands, innanlandskönnun, ferðahegðun, sumar, sumarfrí |