Ferðalög Íslendinga 2017 og ferðaáform þeirra 2018
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Ferðalög Íslendinga 2017 og ferðaáform þeirra 2018 |
Lýsing | Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á árinu 2018 og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til nokkurra fullyrðinga um áhrif ferðaþjónustu og er áhugavert að sjá hvernig viðhorfin hafa breyst ár frá ári. Svo virðist sem greina megi aukna jákvæðni til flestra þátta sem spurt er um frá því í fyrra. Um 84% ferðuðust innanlands á árinu 2017. Farnar voru að jafnaði 6,2 ferðir og var megintilgangur þeirra frí eða skemmtiferð. Suðurland og Norðurland voru þeir landshlutar sem flestir heimsóttu og þar var einnig um helmingur allra gistinátta. Ferðalangar greiddu fyrir tæpan helming gistinótta sinna en annars gistu flestir í sumarhúsi í einkaeign eða hjá vinum og ættingjum. 68% fóru í dagsferð og fóru þeir að jafnaði 4,7 ferðir. Sundlaugar og söfn voru líkt og verið hefur sú afþreying sem algengast var að fólk greiddi fyrir en um þriðjungur greiddi ekki fyrir afþreyingu á ferðalagi sínu. Aldrei hafa fleiri farið til útlanda, en tæp 80% svarenda ferðuðust utan á síðasta ári og fóru þeir að jafnaði 2,6 ferðir. Bretlandseyjar voru vinsælasti áfangastaðurinn en Spánn (þ.m.t. Kanaríeyjar) og Portúgal komu þar á eftir. Um níu svarendur af hverjum tíu áforma ferðalög á yfirstandandi ári og eru ferðaáform fjölbreytt sem fyrr. Um helmingur nefndi sumarbústaðaferð og borgarferð erlendis, litlu færri heimsókn til vina og ættingja og 37% stefna á sólarlandaferð. Könnunin var unnin sem netkönnun dagana 5.- 14. febrúar 2018. Úrtakið var 1.534 Íslendingar á aldrinum 18-80 ára, valdir handahófskennt úr 18.000 einstaklinga álitsgjafahópi MMR sem valinn er með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 63,2%. Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í þýði. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum MMR. |
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ferðavenjur |
Útgáfuár | 2018 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | ferðavenjur, ferðaáform, ferðir 2017, ferðalög, ferðalag, ferðalög íslendinga, innanlands, innanlandskönnun, ferðahegðun, sumar, sumarfrí |