Fara í efni

Ferðavenjur erlendra ferðamanna sumarið 2017 - Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit, Borgarnes, Akureyri, Reykjavík

Nánari upplýsingar
Titill Ferðavenjur erlendra ferðamanna sumarið 2017 - Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit, Borgarnes, Akureyri, Reykjavík
Lýsing

Út eru komnar skýrslur um ferðavenjur og útgjöld erlendra ferðamanna sumarið 2017 á sex áfangastöðum landsins: Siglufirði, Húsavík, Mývatnssveit, Borgarnesi, Akureyri og Reykjavík. 

RMF hefur frá árinu 2013 komið að framkvæmd árlegrar spurningakönnunar sem nú hefur farið fram á alls fjórtán stöðum á landinu. Í könnuninni er lögð áhersla á greiningu ýmissa einkennandi þátta erlendra ferðamanna á rannsóknarsvæðunum s.s. búsetulandi, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra er skoðað. Ferðamönnum gefst einnig kostur á að koma á framfæri athugasemdum varðandi dvöl þeirra og upplifun meðan á heimsókn stóð. Á nokkrum stöðum hefur könnunin verið framkvæmd oftar en einu sinni sem gefur vísbendingar um þróun ferðaþjónustu á þeim stöðum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2018
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit, Borgarnes, Akureyri, Reykjavík, ferðavenjur, kannanir, könnun, útgjöld, upplifun, viðhorf, ferðamenn, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar