Lýsing |
Eftirfarandi skýrsla fjallar um niðurstöður könnunar Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna yfir sumarmánuðina þrjá: júní, júlí, ágúst árið 1998. Svör við einstökum spurningum eru unnin eftir þjóðerni og markaðssvæðum (viðauki 2), þjóðfélagsstöðu, tegund ferðar, tilgangi og gistimáta (viðauki 3). Í framhaldi af umfjöllun um framkvæmd og áreiðanleika eru niðurstöðurnar settar fram á myndrænan hátt, en þaðan er vísað í töflur í viðauka tvö og þrjú þar sem finna má heildarniðurstöður fyrir hverja spurningu. |