Lýsing |
Við afgreiðslu Ferðamálaráðs á styrkbeiðnum til uppbyggingar ferðamannastaða hefur æ betur komið í ljós nauðsyn þess að til séu handhægar teikningar og uppdrættir af ýmis konar búnaði á tjaldsvæði. Fátt hefur verið um nýjar hugmyndir í uppbyggingu tjaldsvæða og ósamræmis oft gætt í útliti og búnaði, bæði innan svæða og milli svæða. Í kjölfar þessa ákvað Ferðamálaráð að efna til samkeppni um búnað á tjaldsvæði, í samráði við Arkitektafélag Íslands með það fyrir augum að koma upp hugmyndabanka sem sækja má í hugmyndir og tillögur að slíkum búnaði. |