Fara í efni

Ný tegund ferðamannaiðnaðar. Blindir, sjónskertir og aldraðir ferðamenn heimsækja Akureyri.

Nánari upplýsingar
Titill Ný tegund ferðamannaiðnaðar. Blindir, sjónskertir og aldraðir ferðamenn heimsækja Akureyri.
Undirtitill Skýrsla unnin fyrir Atvinnumálanefnd Akureyrar.
Lýsing í þessari skýrslu er fjallað um þá möguleika sem eru á Akureyri til að taka á móti blindum og sjónskertum ferðamönnum. Komið hefur í ljós að einnig eru góðir möguleikar á að stækka verkefnið án mikils tilkostnaðar. Hér er átt við að hafin yrði móttaka á eldri borgurum þ.e.a.s. fólki sem er 60 ára og eldra eða komið á eftirlaun. Þarfir blindra, sjónskertra og eldri borgara eru svipaðar og sú afþreying sem í boði yrði passar báðum þessum markhópum. Þegar atvinnumálanefnd og bæjarstjórn Akureyrar ræða um hvort ráðast eigi í þetta verkefni, ætti þá einnig að ræða möguleika hvort að stækka eigi verkefnið og beina því einnig að eldri borgurum. Sem betur fer eru blindir og sjónskertir frekar fáir hér á landi. Innlendi markaðurinn er því ekki stór, hinsvegar fjölgar ellilífeyrisþegum hér á landi eins og allsstaðar í hinum vestræna heimi. Ellilífeyrisþegar yrðu mjög sterkur markhópur hér á heimamarkaði.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigmar B. Hauksson.
Flokkun
Flokkur Heilsutengd ferðaþjónusta
Útgáfuár 1995
Útgefandi Miðlun og menning
Leitarorð Ferðaþjónusta, blindir, sjónskertir ferðamenn, Akureyri.