Fara í efni

Viðhorf heimamanna til nýtingar á náttúrulegum baðlaugum

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf heimamanna til nýtingar á náttúrulegum baðlaugum
Undirtitill Hluti af yfirlitsrannsókn og skráningu á íslenskum baðlaugum
Lýsing

Sumarið 2004 vann Ferðamálasetur að rannsókn um náttúrulegar baðlaugar í samstarfi við Háskólasetrið í Hveragerði, Ferðamálaráð Íslands og Prokaria ehf. Er verkefnið m.a. styrkt af Byggðastofnun. Leitast var við að rannsaka eiginleika íslenskra náttúrulauga í efna- og erfðafræðilegu samhengi. Slíkar laugar hafa lengi verið tengd ímynd Íslands sem ferðamannaland og verið hluti af uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu. Samhliða því var rætt við heimamenn og viðhorf þeirra könnuð til nýtingar lauganna. Auk þess var safnað upplýsingum um allar sundlaugar á landinu sem opnar eru almenningi til þess að auka gildi upplýsinganna fyrir hinn almenna ferðamann.Ferðamálasetrið kom einkum að þeim hluta rannsóknarinnar sem snéri að viðhorfum heimamanna. Þeim hluta er nú lokið og er skýrslan aðgengileg hér. PDF

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Bergþóra Aradóttir
Flokkun
Flokkur Heilsutengd ferðaþjónusta
Útgáfuár 2004
Útgefandi Ferðamálasetur Íslands
Leitarorð Ferðamálasetur, Ferðamálasetur Íslands, baðlaugar, náttúrulegar baðlaugar, helsutengd ferðaþjónusta, heilsutengd, heilsa, viðhorfsrannsókn