Lýsing |
Lögmannsstofan Lex hefur gefið út 70 blaðsíðna leiðarvísi fyrir ferðaþjónustuna þar sem er að finna yfirlit yfir þau lögfræðilegu atriði sem ber að huga að við stofnun og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í leiðarvísinum er farið ítarlega yfir ýmis atriði eins og stofnun einkahlutafélaga, samningagerð, ábyrgð, skattamál, samskipti við yfirvöld, tryggingamál og fleira. Ritinu er ætlað að nýtast bæði stærri og minni ferðaþjónustuaðilum og þar er einnig að finna atriði sem aðilar í almennum rekstri þurfa að huga að. |