Fara í efni

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023
Lýsing

Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli árlega móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, staðfesti rannsóknaráætlun 2021-2023 í byrjun febrúar 2021.

Ferðamenn á áfangastöðum taldir í rauntíma

Meðal þess sem finna má í áætluninni eru upplýsingar um nýtt kerfi og staðsetningu sjálfvirkra teljara á landsvísu sem Ferðamálastofa er að setja upp í samstarfi við Umhverfisstofnun. Nýju mælarnir geta skilað upplýsingum um fjölda gesta á talningarstað í rauntíma og munu efla þekkingu á ferðum ferðamanna um landið og álagi á helstu ferðamannastaði og innviði.

Þrjú ný verkefni

Í áætluninni eru þrjú ný verkefni komin í vinnslu, sem kynnt voru sem fyrirhuguð nýverkefni í síðustu rannsóknaráætlun. Verkefnin eru:

  • Gerð þjóðhagslíkans (geiralíkans) fyrir ferðaþjónustu
  • Uppbygging formlegs spákerfis um fjölda erlendra ferðamanna
  • Rannsókn á áhrifum Covid-19 faraldursins á íslenska ferðaþjónustu og viðbrögðum greinarinnar og stjórnvalda við honum

Markmið síðastnefndu rannsóknarinnar er kortleggja í hvaða þáttum seigla atvinnugreinarinnar liggur, hvar og hvernig má bæta hana til að mæta framtíðaráföllum.

Framkvæmd landamærakönnunar endurmetin

Svokölluð landamærakönnun Ferðamálastofu, þar sem erlendir ferðamenn eru við brottför í Leifsstöð spurðir út í margvísleg mikilvæg atriði varðandi ferð sína til landsins, er eitt mikilvægasta og viðamesta verkefni stofnunarinnar. Ferðamálastofa hyggst endurmeta framkvæmd landamærakönnunar í ljósi reynslunnar sem og nýrra aðstæðna í ferðamennsku, sem kunna að vera breyttar til langframa.

Áætlunin í heild

Um þessi og mörg önnur meginverkefni Ferðamálastofu á sviði gagnaöflunar og rannsókna á ferðaþjónustu má lesa í rannsóknaráætlun 2021-2023 sem nálgast má hér að neðan.

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023

 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Menntun og rannsóknir
Útgáfuár 2021
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamálastofa, rannsóknir, kannanir, rannsóknaráætlun, könnun, rannsókn, talningar, fjöldi ferðamanna,