Samantekt ráðuneytisstjórahóps um jöklaferðir, í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Samantekt ráðuneytisstjórahóps um jöklaferðir, í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli |
Lýsing | Á fundi ríkisstjórnar 27. ágúst 2024 var ákveðið að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis til að afla upplýsinga um banaslys sem varð í skipulagðri ferð í jöklaferð á Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. sl. og skoða öryggi í íshellaferðum almennt. Starfshópurinn kallaði eftir skýrslum varðandi atvikið frá Ferðamálastofu og Vatnajökulsþjóðgarði og átti fundi með Veðurstofunni, Vatnajökulsþjóðgarði, Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Hornafjarðarbæ, Mýrdalshreppi, Bláskógabyggð, Borgarbyggð, Ferðamálasamtökum Austur- Skaftafellssýslu og Félagi fjallaleiðsögumanna. Samantekt ráðuneytisstjórahópsins var kynnt á fundiríkisstjórnar 8. nóvember. Í tillögum starfshópsins, sem í framhaldi þarfnast nánari útfærslu í samráði við haghafa, koma fram eftirfarandi ábendingar til úrbóta:
Samantekt starfshópsins verður vísað til nánari úrvinnslu innan starfshóps á vegum menningar- og viðskiptaráðherra um bætt öryggi ferðamanna, en sá starfshópur tók til starfa í september á grundvelli þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 sem samþykkt var í júní 2024. Minnisblað ráðuneytisstjóra lagt fram 27. ágúst 2024 Viðaukar 1-8 með minnisblaði:
|
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Öryggismál |
Útgáfuár | 2024 |
Útgefandi | Menningar- og viðskiptaráðuneytið |
Leitarorð | slys, öryggi, öryggismál, breiðamerkurjökull, jöklar, jökull, jöklaferðir, jöklagöngur |