Fara í efni

Aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum

Nánari upplýsingar
Titill Aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum
Lýsing

Skýrsla sem Norm ráðgjöf vann fyrir Ferðamálastofu. Þar er sjónum beint að lagalegri umgjörð aðgengismála fatlaðs fólks að ferðamannastöðum en réttur til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin áhersluatriðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skilningur á mikilvægi þess að fatlaðir einstaklingar skuli njóta sömu lífsgæða að því er varðar aðgengi til jafns við ófatlaða, eftir því sem við verður komið, er sífellt að aukast. Í ljósi þessarar þróunar þótti brýnt kanna með hvaða hætti skapa megi ferðaþjónustunni úrræði til að gera úrbætur á aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum og er skýrslunni ætlað að benda á leiðir í því sambandi.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð fötlun, fatlað fólk, aðgengi, aðgengismál, lög, réttindi, mismunun