Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður
Lýsing

Í júlí 2018 kom út skýrsla um áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Um er að ræða afrakstur vinnu sem Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála settu af stað í árslok 2016. Verkefni er unnið í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum.

Sameiginleg stefnuyfirlýsing
Áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plans - DMP) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg viljayfirlýsing um hvernig stýra skuli áfangastað yfir ákveðið tímabil. Hlutverk mismunandi hagaðila eru skilgreind, aðgerðaáætlun sett fram og farið yfir hvernig auðlindum skuli ráðstafað.

15 verkefni valin
Í skýrslunni má finna forgangsröðun verkefna á Norðurlandi en Markaðsstofa Norðurlands ákvað að fara þá leið að fá aðstoð allra þeirra sem vildu leggja hönd á plóg við forgangsröðun. Sérstök áhersla var einnig lögð á að fá stærstu hagsmunaaðilana að borðinu. Að lokum voru 15 verkefni valin sem forgangsverkefni á Norðurlandi næstu þrjú árin.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2018
Útgefandi Markaðsstofa Norðurlands
Leitarorð dmp, norðurland, áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, markaðsstofa norðurlands, ferðamálastofa