Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021
Lýsing

Markaðsstofa Suðurlands birti í nóvember 2018 Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Áætlunin tekur tillit til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Hún var unnin í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurlandi.

Suðurlandi skipt í þrjú svæði
Í markaðsgreiningu sem Markaðsstofa Suðurlands lét gera árið 2016 var dregin fram þrískipting svæða á Suðurlandi; Vestursvæði, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar, og Ríki Vatnajökuls. Notast var við þessa svæðaskiptingu í áfangastaðaáætluninni. Vestursvæði er samansett af sveitarfélögum innan Árnessýslu ásamt Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Katla jarðvangur & Vestmannayejar eru Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Ríki Vatnajökuls er Sveitarfélagið Hornafjöður. Gerð var ein áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland í heild sinni og þrjár aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2018
Útgefandi Markaðsstofa Suðurlands
Leitarorð dmp, suðurland, áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, markaðsstofa suðurlands, ferðamálastofa