Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun Vestfjarða
Lýsing

Markaðsstofa Vestfjarða birti í október 2018 Áfangastaðaáætlun Vestfjarða sem unnin var í samvinnu við Ferðamálastofu. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestum hagnaði til samfélaga, um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki. 

Heildstæð áætlun

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er heildstæð áætlun sem hefur ferðaþjónustu sem meginpunkt. Í áætluninni er horft á ferðaþjónustu út frá víðu sjónarhorni og tekið tillit til margra ólíkra aðila sem eiga hagsmuna að gæta í þróun áfangastaðairns. Áætlunin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfis og reynir að skapa jafnvægi. Hún gerir íbúum kleift að ákveða hvernig þeir vilja að ferðaþjónusta þróist með tilliti til áhrifa á efnahag og samfélag þeirra og hvaða skref skuli taka í átt að því marki.

Aðgerðum forgangsraðað

Í Áfangastaðaáætlun Vestfjarða var unnin greining á stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu þar sem farið er yfir helstu þætti sem tengjast henni á beinan eða óbeinan hátt. Út frá greiningunni varr farið í að móta framtíðarsýn og markmið, síðan var unnin aðgerðaáætlun út frá þeim. Í aðgerðaáætluninni var sett fram forgangsröðun verkefna, en farið var þá leið að fá aðstoð allra þeirra sem vildu leggja hönd á plóg við forgangsröðunina. Haldnir voru opnir fundir á svæðunum og sveitarfélögin fengin til að setja fram sína skoðun og forgangsröðun. 

Hér má nálgast samantekt á helstu atriðum sem koma fram í áætluninni.

 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2018
Útgefandi Markaðsstofa vestfjarða
Leitarorð dmp, vestfirðir, áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, markaðsstofa vestfjarða, ferðamálastofa