Fara í efni

Eftirfylgni: Ferðamálastofa - Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis

Nánari upplýsingar
Titill Eftirfylgni: Ferðamálastofa - Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis
Lýsing

Ríkisendurskoðun ítrekar enga af fjórum ábendingum til Ferðamálastofu frá árinu 2014 í eftirfylgniskýrslu, þar sem Ferðamálastofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og fjármála og efnahagsráðuneyti hafa brugðist við ábendingunum í meginatriðum.

Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana innan málaflokksins virðast þó enn óskýr, þrátt fyrir nýja stefnu stjórnvalda Vegvísir í ferðaþjónustu sem kom út í október 2015. Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á fót 2015, virðist að hluta eiga að sinna þeim verkefnum sem lög kveða á um að Ferðamálastofa skuli sinna. Þessi skörun verkefna er skýrust þegar litið er til þróunar-, gæða- og skipulagsmála ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmála. Þá hefur verið komið á fót skrifstofu ferðamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og ástæða er til að kanna betur hvernig verkefni hennar skarast á við verkefni stofnana ferðamála.

Ríkisendurskoðun telur því rétt að kanna hvort ástæða sé til þess að hefja sérstaka úttekt á stjórnsýslu ferðamála.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2017
Útgefandi Ríkisendurskoðun
Leitarorð Ferðamálastofa, ríkisendurskoðun, úttekt, stjórnsýsla, stjórnstöð ferðamála, stjórnstöð