Fara í efni

Ferðamálastefna og aðgerðir til ársins 2030

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamálastefna og aðgerðir til ársins 2030
Lýsing

Þann 21. júní 2024 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Þar segir að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni við gerð fjárlaga hvers árs og í fimm ára fjármálaáætlun.

Stefnan og aðgerðaáætlun var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum en í kringum 100 einstaklingar höfðu beina aðkomu að gerð þingsályktunartillögu sem stefnan byggir á og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu.

Framtíðarsýn stefnunnar er að hér á landi sé rekin arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði áfram ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs.

Meginmarkmið ferðamálastefnu er að tryggja framtíðarsýn ferðaþjónustu til lengri tíma og að styðja við sjálfbærni í ferðaþjónustu á öllum sviðum, þannig að íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun.

Við framkvæmd ferðamálastefnu er lögð áhersla á jafnvægi og samþættingu á milli eftirfarandi fjögurra lykilstoða: Efnahagur, samfélag, umhverfi og gestir. Undir hverri stoð er að finna þrjá áhersluþætti sem varða veginn til næstu ára:

Með aðgerðaáætlun, sem er hluti ferðamálastefnu, verður framtíðarsýn, áherslum og markmiðum ferðamálastefnu fylgt eftir til 2030 með skilgreindum, kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðum. Alls er er þar um 43 aðgerðir að ræða sem skiptast niður á lykilstoðir ferðaþjónustu. Yfirlit um stöðu þeirra má finna hér á vefnum.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2024
Útgefandi Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Leitarorð stefna, stefnumótun, framtíð, framtíðarsýn, sjálfbærni, ferðamálastefna, jafnvægisás, ferðaþjónustustustefna