Fara í efni

Ferðamálastofa - Stefna 2017-2020

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamálastofa - Stefna 2017-2020
Lýsing

Forsíða stefnu FerðamálastofuÁ haustdögum 2016 réðist Ferðamálastofa í að móta stefnu stofnunarinnar fyrir árin 2017-2020. Allt starfsfólk Ferðamálastofu kom að verkinu þar sem unnið var í verkefnahópum undir leiðsögn ráðgjafa frá Capacent. Við verkefnið var nýtt sú vinna sem unnin hefur verið hjá Ferðamálastofu með reglulegu millibili allt frá árinu 2008 um stefnumótun og stjórnskipulag, framtíðarsýn, markmið og leiðir. Einnig kom að góðu gagni vinna um stefnumótun málaflokka sem unnin hafði verið á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við innleiðingu laga um opinber fjármál. 

Greining núverandi stöðu og horft til framtíðar

Sérstök áhersla var lögð á að greina stöðu Ferðamálastofu, leggja mat á markmið, leiðir, mælikvarða og árangurvísa, með hliðsjón af breytingum í umhverfi ferðamála, vaxandi ferðamannafjölda o.s.frv.

Uppbygging stefnunnar

Í þeirri áherslustefnu sem birtist í skjalinu er gerð grein fyrir eftirfarandi efnisatriðum:

  • Framtíðarsýn, hlutverk og gildi Ferðamálastofu
  • Meginmarkmið, leiðir og mælikvarðar í starfseminni er varða:
    • Skipulags-, umhverfis- og öryggismál á ferðamannastöðum
    • Gæða- og umhverfismál ferðaþjónustufyrirtækja
    • Svæðisbundna þróun
    • Leyfisveitingar og eftirlit
    • Alþjóðlegt samstarf
    • Gagnaöflun og rannsóknir
    • Miðlun upplýsinga og gagna.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2016
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamálastofa, stefna, stefnumótun, vakinn, framkvæmdasjóður, leyfi, leyfisveitingar, gæði, gæðamál, dmp, svæðisbundin þróun, rannsóknir, kannanir, gögn, gagnaöflun