Fara í efni

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar

Nánari upplýsingar
Titill Hugtakasafn ferðaþjónustunnar
Lýsing

Hugtakasafn ferðaþjónustunnarÍ nóvember 2017 var kynnt Hugtakasafn ferðaþjónustunnar en það inniheldur rúmlega 300 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan greinarinnar. Um er að ræða fyrstu útgáfu og er gert ráð fyrir að uppfæra safnið reglulega.

Afrakstur samstarfsverkefnis

Hugtakasafnið er afrakstur samstarfsverkefnis fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu Kompás Þekkingarsamfélagsins í samstarfi við Íslenska Ferðaklasann. Fjöldi annarra aðila lagði einnig lið með framlögðum heimildum, ábendingum og yfirlestri.

Varpi ljósi á algenga orðnotkun

Í inngangi kemur fram að safnið innihaldi ýmis orð og hugtök, ásamt þýðingum og skilgreiningum, sem tíðkast að nota innan ferðaþjónustunnar á sviði gistingar og veitingahúsa. Tekið er fram að Hugtakasafnið inniheldur ekki tæmandi lista hugtaka. Því er einungis ætlað að varpa ljósi á algenga orðnotkun innan ferðaþjónustunnar sem þeim er stóðu að gerð Hugtakasafnsins er kunnugt um á þessari stundu. "Hugtakasafnið ber að skoða sem lifandi skjal sem skal uppfærast reglulega eftir því sem við á og í takt við þróun hugtakanotkunar innan ferðaþjónustunnar," segir einnig.

Kallað eftir ábendingum

Með þessari fyrstu útgáfu Hugtakasafnsins er kallað eftir öllum ábendingum sem stuðlað geta að frekari þróun Hugtakasafnsins. Allar ábendingar sem stuðla að frekari þróun Hugtakasafnsins eru vel þegnar og skulu sendar á kompas@kompas.is

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2017
Útgefandi Kompás
Leitarorð Stjórnun, stjórnsýsla, skipulag, menntun, rannsóknir, markaðsmál, rekstrarumhverfi, þjónustuframboð, samgöngur, umhverfismál, ítarefni, hugtök, skilgreiningar, stefnumótun, stefnumörkun, gæðamál, gæðastjórnun, kompás, íslenski ferðaklasinn, hugtakasafn