Fara í efni

Jafnvægisás ferðamála

Nánari upplýsingar
Titill Jafnvægisás ferðamála
Lýsing

Jafnvægisásinn er samstarfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Stjórnstöðvar ferðamála og verkfræðistofunnar EFLU sem unnið var á árunum 2017-2019 og er ætlað að meta þolmörk gagnvart sjálfbærum fjölda ferðamanna.

Jafnvægisásinn tengist stefnumörkun íslenskrar ferðaþjónustu til 2030.

Jafnvægisás ferðamála er mælitæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins og leggja mat á hvort grípa þurfi til aðgerða. Áhersluflokkar Jafnvægisássins eru þjóðhagslegar stærðir, innviðir, stoðþjónusta og samfélag.

Á vefnum www.jafnvægisás.is má finna fyrstu útgáfu hans. Hann er uppfærður eins nálægt rauntíma og hægt er og sýna ný gögn stöðu mælikvarðanna hverju sinni. Flestir gagnabrunnar eru með ársgögnum en nokkrir sýna mánaðartölur og frekara niðurbrot niður á landshluta eða svæði.

Notendur eru hvattir til að prófa sig áfram og kalla fram mismunandi upplýsingar sem gefa góða mynd af þróun mála innan áðurnefndra áhersluflokka í íslenskri ferðaþjónustu yfir mismunandi löng tímabil.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2021
Útgefandi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Leitarorð stefna, stefnumótun, framtíð, framtíðarsýn, sjálfbærni, ferðamálastefna, jafnvægisás