Lýsing |
Þessi skýrsla fjallar um forverkefni að kortlagningu auðlinda ferðaþjónustu á Íslandi. Skýrslan lýsir ferli kortlagningar auðlinda ferðaþjónustu neðan hálendislínu í Rangárþingi Ytra, Rangárþingi Eystra, Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og Ásahreppi (mynd 1) árið 2012. Verkefnið er fjármagnað af Ferðamálastofu og er hugsað til undirbúnings kortlagningar auðlinda ferðaþjónustu á Íslandi öllu á tímabilinu 2011-2015, en röð svæða sem tekin verða fyrir liggur ekki fyrir. Verkefnið er unnið af Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Landmælingar Íslands. |