Fara í efni

Kortlagning þarfar á vegasalernum við hringveg Íslands

Nánari upplýsingar
Titill Kortlagning þarfar á vegasalernum við hringveg Íslands
Lýsing

snæÍ rannsóknarverkefni þessu hefur aðgengi að salernisaðstöðu á þjóðvegi 1 (hringveginum) á Íslandi verið kannað með árdagsumferð (ÁDU) og fjölda ferðamanna á ferðamannastöðum við hringveginn til hliðsjónar. Flest þeirra salerna sem er að finna á hringveginum eru á einkareknum stöðum, eins og bensínstöðvum, matsölustöðum o.s.frv. Það er ókostur að salerni á þessum stöðum eru víðast hvar lokuð utan hefðbundins þjónustutíma og opnunartími þeirra jafnvel árstíðabundinn. Ferðamenn hafa mesta þörf fyrir vegasalerni á daginn en þó eru ýmsir sem þurfa að keyra á milli landshluta seint að kvöldi eða á nóttunni, og fyrir þá er nauðsynlegt að aðgengi að salerni sé tryggt hvenær sólarhringsins sem er.

Í rannsóknarverkefninu var einnig kannað hvernig rekstri vegasalerna í nágrannalöndum Íslands er háttað, þ.e.a.s. í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Englandi og Þýskalandi

Vinnan við þetta verkefni leiddi í ljós að á hringveginum eru nokkrir vegkaflar sem eru yfir 90 km langir og án aðgengis að salerni á kvöldin og nóttunni. Vegkaflarnir eru mislangir, frá 90 km upp í 260 km, og er árdagsumferð jafnframt misjöfn á þessum vegköflum. Verst er ástandið á vegköflum frá Egilsstöðum að Jökulsárlóni (260 km) annars vegar, og hins vegar frá Fellsá að Skógum (170 km), en á þeim síðarnefnda eru margir vinsælir ferðamannastaðir og fjöldi ferðamanna mikill á þeim stöðum. Mikill skortur er einnig á salernisaðstöðu á mörgum ferðamannastöðum og hefur könnun meðal ferðamanna á Íslandi leitt í ljós að þeir eru síst ánægðir með salernisaðstöðu á ferðamannastöðum landsins. Niðurstaða grunnmats á hringveginum varðandi tillögu að fjölgun vegasalerna var sú, að mælt er með að setja upp 9-13 salernishús með 4-6 salernum í hverju húsi

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Snævarr Örn Georgsson
Nafn Ragnhildur Gunnarsdóttir
Nafn Reynir Sævarsson
Nafn Lára Kristín Þorvaldsdóttir
Nafn Sigurður Thorlacius
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2016
Útgefandi Vegagerðin
Leitarorð klósett, salerni, almenninssalerni, almenningsklósett, efla, vegagerðin, hringvegurinn, vegsalerni, salernisaðstaða,