Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði: 438 tillögur til úrbóta
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði: 438 tillögur til úrbóta |
Lýsing | Efnahags og framfarastofnunin OECD gerir 438 tillögur til breytinga á gildandi lögum og reglum sem snúa að ferðaþjónustu og byggingariðnaði til að auka samkeppnishæfni greinanna. Þetta er niðurstaða skýrslu OECD umsamkeppnismat sem kynnt var 9. nóvember 2020. Tilgangur samkeppnismatsins er að greina gildandi regluumhverfi með tilliti til þess hvort í þeim reglum sem atvinnulífinu er gert að starfa eftir felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Ef öllum tillögunum sem fram koma í skýrslunni verður hrint í framkvæmt er það mat OECD að það geti skilað auknum efnahagslegum umsvifum sem nemi um 1% af vergri landsframleiðslu Íslands eða yfir 30 milljörðum króna árlega. |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið |
Leitarorð | oecd, samkeppni, lög, reglur, reglugerðir, samkeppnisumhverfi |