Fara í efni

Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir

Nánari upplýsingar
Titill Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir
Lýsing

Í ljósi mikilvægis skipulagsmála í tengslum við ferðaþjónustu er vert að benda á að Skipulagsstofnun hefur tekið saman skýrsluna „Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir“. Í henni eru settar fram helstu forsendur Landsskipulagsstefnu 2015-2026, þ.e. greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu ásamt yfirliti um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða skipulag landnotkunar og byggðaþróun. Auk þess að vera lögð til grundvallar við gerð landsskipulagsstefnu er skýrslunni ætlað að nýtast sveitarfélögum við gerð aðal- og svæðisskipulags. Skýrslan er sett fram í samræmi við afmörkun og uppbyggingu í Lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Unnið er út frá fjórum málaflokkum sem samsvara viðfangsefnum aðal- og svæðisskipulags sveitarfélaga, en þeir eru byggð og samfélag, umhverfi og náttúra, atvinna og orka og samgöngur og fjarskipti. Undir hverjum þessara málaflokka eru skilgreindir nokkrir lykil þættir eða mælikvarðar sem liggja til grundvallar við greiningu forsendna.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2014
Útgefandi Skipulagsstofnun
Leitarorð skipulag, skipulagsmál. landsskipulag, landsskipulagsstefna, svæðisskipulag, aðalskipulag, deiliskipulag, landnotkun, byggðaþróun, byggðaáætlun, rammaáætlun, samgönguáætlun