Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða |
Lýsing | Ritinu er ætlað að skýra tengslin á milli skipulagsgerðar á svæðisvísu og þeirrar greinar sem kallast á ensku place branding eða regional branding. Á íslensku hefur greinin verið nefnd mörkun svæða, ímyndarsköpun svæða eða einfaldlega „að branda“ svæði. Þeim aðferðum sem fjallað er um í ritinu hefur einkum verið beitt við þróun og markaðssetningu ferðamannastaða og -svæða og þar með eflingu ferðaþjónustu, en er nú beitt við byggðaþróun í æ ríkari mæli. Áherslan er þá á að skilgreina tengsl íbúa við sitt svæði og móta mark - brand - svæðisins á grunni þess. Í formála ritsins segir m.a.: „Mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Markinu er ætlað að stuðla að skýrri og samræmdri kynningu á svæðinu í þeim tilgangi að laða að ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa. Til þess að mark þjóni tilgangi sínum þarf að tryggja að stefnumótun um þróun svæðis taki mið af því og styðji við það. Stefnan – og framfylgd hennar – getur tekið til landnotkunar, mannvirkjagerðar og almennrar umhverfismótunar sem og atvinnulífs og menningarmála. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Matthildur Kr. Elmarsdóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
Útgáfuár | 2015 |
Útgefandi | Alta ehf. |
Leitarorð | stefnumótun, stefnumörkun, skipulag, skipulagsgerð, svæðisskipualag, svæði, mark, mörkun, brand, branding, markaðssetning |