Fara í efni

Stefnumótun í ferðamálum ásamt tillögum um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Stefnumótun í ferðamálum ásamt tillögum um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu
Undirtitill Skýrsla unnin fyrir Atvinnuþróunarnefnd Árborgar.
Lýsing Ferðamönnum til Íslands og á heimsvísu fjölgar jafnt og þétt og margir ábyrgir aðilar innan ferðaþjónustunnar hér á landi telja það raunhæft að árið 2020 komi um ein milljón erlendra ferðamanna til Íslands sem skili a.m.k. 100 milljörðum í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins (á núvirði). Það hefur lengi verið vitað að margir ferðamenn leggja leið sína um Árborg, einkum Selfoss, og á síðari árum hefur áhugi ferðamanna vaxið á að heimsækja þorpin við ströndina, Stokkseyri og Eyrarbakka. Fjöldi ferðamanna í Árborg hefur þó ekki verið þekktur. Því ákvað atvinnuþróunarnefnd Árborgar að fá Rögnvald Guðmundsson ferðamálaráðgjafa hjá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar til að framkvæma kannanir til að komast að því og fleiru, ásamt því að koma með tillögur að stefnumótun í ferðamálum fyrir Árborg næstu árin.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2002
Leitarorð Stefnumótun, ferðaþjónusta, ferðaþjónusta á alþjóðavísu, ferðaþjónusta á Íslandi, ferðaþjónusta á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg, ferðaþjónusta í Árborg, skipulag og stjórnun ferðamála, stöðumat, samvinna, gististaðir og tjaldstæði, veitingar, verslun, handverk, markaðir, samgöngur, merkingar, fræðsluskilti, aðgengi, útgáfa, markaðssetning, kynning, upplýsingagjöf, gæðamál, menntun, umhverfismál, afþreying, áherslur eftir þéttbýlisstöðum, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Sandvíkurhreppur.