Fara í efni

Stefnumótun í ferðaþjónustu á Norðausturlandi - Áætlun til fimm ára 2009-2014

Nánari upplýsingar
Titill Stefnumótun í ferðaþjónustu á Norðausturlandi - Áætlun til fimm ára 2009-2014
Lýsing

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur um nokkurt skeið unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Frumkvæði að verkefninu hafði AÞ en byggir m.a. á uppsafnaðri reynslu, umræðu og upplýsingum eftir áralangt samstarf við fjölmarga aðila á starfssvæðinu, auk umræðu og samtala við marga aðila innanlands og erlendis.
Eftir vandlega íhugun var ákveðið að fá að verkefninu alþjóðlegt ráðgjafateymi sem hafði reynslu og þekkingu af slíkum verkefnum.
Verkefnið hófst formlega í febrúar 2008 og miðast við 5 ára vinnuferli. Þar kemur fyrst áætlunargerðin sjálf en í kjölfar hennar aðgerðaáætlun og síðan framkvæmd og eftirfylgni. Þannig hefur frá upphafi verið kappkostað að áætlunin verði tæki til aðgerða en ekki skýrsla ofan í skúffu.

 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2008
Útgefandi Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
Leitarorð stefnumótun, atvinnuþróun, þingeyjarsýsla, húsavík, norðausturland, norðurland, vöruþróun, markaðssetning, fræðsla, innviðir