Fara í efni

Stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi 2001-2005

Nánari upplýsingar
Titill Stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi 2001-2005
Undirtitill Skýrsla
Lýsing Vinna við stefnumótun í ferðaþjónustu hófst á Reykjanesi 2001-2005 hófst um mitt sumar 1999 og lauk á vordögum 2001. Ferlið við að hrinda stefnunni í framkvæmd er næsta skref en til að slíkt takist vel þarf að vanda vel við að gera aðgerðaráætlun og forgangsraða verkefnum. Einnig er rétt að benda á nauðsyn þess að endurskoða og aðlaga reglulega markmiðin og leiðirnar sem settar eru fram í stefnunni. Stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi var gerð að frumkvæði Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjaness og meginmarkmið með henni er að skapa nýja ímynd Reykjaness. Nýja ímynd þarf að skapa meðal íbúa svæðisins, Íslendinga almennt, erlendra gesta og viðskiptavina annarra fyrirtækja á svæðinu en ferðaþjónustu. Lögð er áhersla á að skapa jákvæða ímynd meðal innlendra og erlendra ferðamanna en ekki síst að gera svæðið aðlaðandi til búsetu og atvinnurekstrar.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Bjarnheiður Hallsdóttir
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2001
Leitarorð Stefnumótun, ferðaþjónusta, Reykjanes, ímynd, stefna, markmið, leiðir, stjórnskipulag, samvinna, framboð og nýting þjónustu, upplýsingamiðlun, markaðsmál, gæði í ferðaþjónustu, menntun og ráðgjöf, skipulags- og umhverfismál.