Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum |
Undirtitill | Skýrsla |
Lýsing | Árið 1988 var gerð skýrsla um stöðu ferðamála á Vestfjörðum af Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, sem nú er hótelstjóri á Hótel Valaskjálf. Verkefnið var unnið fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga. Mjög margt athyglisvert kom fram í þessari skýrslu og miklar upplýsingar um hver staða ferðaþjónustunnar er á Vestfjörðum. Í framhaldi af þessari vinnu samþykkti Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var haustið 1990, að vinna að gerð grunnáætlunar um framkvæmdaþörf á sviði ferðamála á Vestfjörðum. Ákveðið var að Ferðamálasamtök Vestfjarða og Iðnráðgjafi Vestfjarða stæðu saman að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir fjórðunginn. Þessir aðilar leituðu síðan eftir samstarfi við Iðntæknistofnun Íslands. Verkefnið var kostað af Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Byggðastofnun, Iðntæknistofnun Íslands og Ferðamálaráði Íslands, auk héraðsnefnda í Vestfirðingafjórðungi. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Anna G Edvardsdóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
Útgáfuár | 1992 |
Leitarorð | Stefnumótun, ferðaþjónusta, skilgreining, Vestfirðir, vöru- og markaðslíkan, innri greining, mat hagsmunaaðila, ytri greining, mat ferðamanna, samanburður, stefna næstu ára, framkvæmdaráætlanir, ályktanir. |