Lýsing |
Uppbygging skýrslunnar er á þann veg að fyrst er fjallað stuttlega um kvikmyndatengda ferðaþjónustu og helstu birtingarmyndir hennar. Þá verður einnig gerð grein fyrir Íslandi sem tökustað fyrir erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að lokinni umfjöllun um gagnaöflun verður greint frá helstu niðurstöðum viðtalsrannsóknar á því hvort, og þá hvernig, tökustaðir á Íslandi hafa verið nýttir af ferðaþjónustuaðilum á Íslandi, hvaða tækifæri hagaðilar sjá í þessum anga ferðaþjónustunnar og hverjar helstu áskoranirnar séu við að nýta kvikmyndir til markaðssetningar og vöruþróunar. Að síðustu eru umræður og lokaorð. |