Í þessu verkefni er skoðað hvort og hvernig Vegagerðin geti notað brún skilti til auðkenningar fyrir ferðamannastaði. Sérstaklega eru skoðaðir brúnir vegvísar vegna endurskoðunar á vegvísun vegna vaxandi fjölda ferðamanna og metið hvernig best væri að innleiða brúnan lit á skilti í reglugerð um umferðarmerki hérlendis.
Brúnir vegvísar að ferðamannastöðum eru þekktir víða erlendis og fer vel að skoða hvernig fella mætti slík skilti inn í stefnumótun varðandi skiltun við þjóðvegi. Þar kemur til vegvísun að þjóðgörðum og öðrum ferðamannastöðum sem eru mikilvægir á landsvísu, fyrir landshluta eða fyrir tiltekið svæði. Skoðuð voru skilti innan þjóðgarða og dæmi og reglur erlendis frá m brún skilti. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um umferð á landi gaf út sameiginlega ályktun um umferðarskilti árið 2010. Þar segir að brúni liturinn skuli frátekinn fyrir ferðamannastaði. |