Fara í efni

Viðhorf ferðamanna á miðhálendi Íslands

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf ferðamanna á miðhálendi Íslands
Lýsing

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður kannana á viðhorfi ferðamanna á miðhálendi Íslands sem eru hluti af verkefninu „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Markmið verkefnisins er að afla gagna sem notuð yrðu í stefnumótun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu og byggir á sjálfbærri nýtingu þess. Verkefnið var unnið undir stjórn Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Rögnvalds Ólafssonar við Háskóla Íslands í samvinnu við og með stuðningi Ferðamálastofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Í desember árið 2012 var gefin út lokaskýrsla fyrir verkefnið með titlinum: Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands: Niðurstöður rannsókna. Þar kom fram að enn skorti þekkingu á viðhorfi ferðamanna á norðurhluta hálendisins og var lagt til að bæta úr því með könnunum í Öskju og Kverkfjöllum sumarið 2013. Það hefur nú verið gert með fjárstuðningi frá Ferðamálastofu og Vatnajökulsþjóðgarði.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Anna Dóra Sæþórsdóttir
Nafn Gyða Þórhallsdóttir
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2013
Útgefandi Land- og ferðamálafræðistofa – Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Ferðamálastofa og Vatnajökulsþjóðgarður
ISBN 978-9935-9164-4-0
Leitarorð hálendið, þolmörk, víðerni, miðhálendi, skiulagsmál, skipulag, umhverfismál, umhverfi, áhrif, friðland, fjallabak, laki, lakagígar, lónsöræfi, kjölur, askja, kverkfjöll