Viðhorf ferðamanna til innviða og náttúru
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorf ferðamanna til innviða og náttúru |
Undirtitill | Samantekt viðhorfskönnunar á meðal ferðamanna við Eldhraun og Úlfarsfell |
Lýsing | Sumarið 2017 stóð Landgræðslan fyrir könnun á meðal ferðamanna um viðhorf þeirra til innviða og náttúru á tveimur áfangastöðum. Könnunin var hluti af svonefndu ASCENT verkefni, en það er samstarfsverkefni fimm landa um að efla fagþekkingu í uppbyggingu og náttúruvernd á áfangastöðum ferðamanna. Landgræðslan tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Skaftárhrepp. Nýta á niðurstöðurnar til stefnumótunar fyrir áfangastaði í þessum sveitarfélögum. Könnunin var annarsvegar gerð í Eldhrauni í Skaftárhreppi, þar sem meirihluti gesta var erlendir ferðamenn, og hins vegar við Úlfarsfell þar sem langflestir gesta voru Íslendingar að stunda almenna útivist. Báðir staðirnir eiga það sameiginlegt, að þar blasa við ýmsar áskoranir vegna rofs eða ágangs, en þó með ólíkum hætti. Tekið skal fram að úrtakið var lítið á báðum stöðum eða samtals um 280 manns og því erfitt að finna fylgni á milli einstaklinga. Niðurstöðurnar vekja þó upp ýmsar spurningar og þá sérstaklega um æskilegt yfirbragð og efnisval innviða á ferðamannastöðum, en miklu fjármagni er veitt í hönnun og uppbyggingu. Líklega er ekki alltaf vitað, þegar fé til framkvæmda hefur verið samþykkt, hvort framkvæmdirnar séu í samræmi við óskir og væntingar gesta og hvort þær jafnvel muni rýra umhverfið og þarmeð aðdráttarafl staðanna. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Örn Þór Halldórsson |
Nafn | Courtney Brooks |
Nafn | Guðný Rut Gylfadóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
Útgáfuár | 2017 |
Útgefandi | Landgræðsla ríkisins |
Leitarorð | landgræðslan, eldhraun, úlfarsfell, skaftárhreppur, uppbygging, skipulag, arkitektúr |