Lýsing |
Skýrslan er afrakstur vinnu fyrirtækisins Gekon sem 2012-2013 vann að greiningu og kortlagningu íslenskrar ferðaþjónustu í anda klasaaðferðafræði.Upphaf samstarfsins var á fundi í Norræna húsinu í Reykjavík í október 2012 þar sem yfir 40 aðilar undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter. Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar. Um 430 manns víðsvegar um landið tóku þátt í verkefninu með beinum eða óbeinum hætti. Á grunni þeirrar vinnunnar er mælt með 10 skilgreindum forgangsverkefnum, sem öll hafa það sameiginlegt að stuðla að bættri samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu og möguleikum til aukins virðisauka. |