Lýsing |
Hér er, innan ramma NordTourNet-samstarfsins, fjallað um sjálfbærni og nýsköpun í ferðaþjónustu á dreifbýlissvæðum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Stofnanir á Íslandi og í Litháen, Eistlandi og Svíþjóð hafa kynnt fyrirmyndir í sínum löndum að bestu aðferð hvað varðar sjálfbærni og nýsköpun í ferðaþjónustu á landfræðilega afskekktum svæðum. Fyrirmynd að bestu aðferð í ferðaþjónustu er hvers kyns staðbundin þjónusta eða afurð sem er nýstárleg og sjálfbær eða sem að meira eða minna leyti er laus við áhrif árstíðamunar í rekstri. Hvað snertir hugtakið sjálfbæra ferðaþjónustu er átt við ferðaþjónustu sem tekur efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif sín, bæði í nútíð og framtíð, með í reikninginn þegar brugðist er við þörfum gesta, atvinnugreinarinnar sjálfrar, umhverfisins og þeirra samfélaga sem taka á móti gestunum. Þegar stofnanirnar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum funduðu kom í ljós að viðmið um sjálfbæra ferðaþjónustu og stjórnunarhætti eiga við um allar tegundir ferðaþjónustu á hvers kyns áfangastöðum sem leggja sérstaka áherslu á ákveðna markaðskima. Í þessu sambandi vísa grundvallarsjónarmið sjálfbærni til þeirra umhverfislegu, efnahagslegu og félags- og menningarlegu atriða í þróun ferðaþjónustu sem þarf að hafa í jafnvægi til þess að byggja upp ferðaþjónustu sem verður sjálfbær til lengri tíma. |