Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2019 - landshlutaskýrslur
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2019 - landshlutaskýrslur |
Lýsing | Í dag júlí Ferðamálastofa út sjö skýrslur með niðurstöðum könnunar á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Markmið könnunarinnar var að meta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á tilteknum tíma bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Auk þess var leitað eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni. Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála að gera könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Í skýrslunum eru teknar saman niðurstöður könnunarinnar fyrir hvern landshlutanna sjö. Kannanir á viðhorfum heimamanna hafa verið gerðar af hálfu hins opinbera með reglubundnum hætti frá árinu 2014 en síðasta landskönnun var gerð árið 2017. Helstu niðurstöðurHelstu niðurstöður voru þær að í öllum landshlutum litu heimamenn á ferðaþjónustu sem efnahagslega og samfélagslega mikilvæga atvinnugrein. Viðhorf voru um sumt einnig mismunandi eftir landshlutum.
Skýrslurnar hverja um sig má nálgast hér fyrir neðan: Heildarskýrsla og frekari greiningarKönnunin er þáttur í opinberri gagnasöfnun og greiningu á félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar á samfélag heimamanna en kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2014. Gögnum var safnað í símakönnun meðal 6.200 manna lagskipts úrtaks af landinu öllu og fengust 2.600 svör. Ferðamálastofa mun gefa út heildarskýrslu með niðurstöðum á landsvísu ásamt frekari greiningum gagna verður gefin út síðar á árinu. Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála sá um framkvæmd og verkefnisstjórn en gagnaöflun var í höndum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Eyrún Jenný Bjarnadóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | viðhorf, þolmörk, rannsóknamiðstöð ferðamála, uppbygging, landkynning, fjöldi, fjöldi ferðamanna, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd |