Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Álag ferðamennsku á náttúru Íslands |
Lýsing | Þann 30. október 2014 gekkst Rannsóknamiðstöð Ferðamála fyrir fjórðu örráðstefnu sinni. Yfirskriftin var "Álag ferðamennsku á náttúru Íslands" og þar var farið yfir stöðu þekkingar á álagi á náttúru landsins af völdum ferðafólks og hvernig hægt er að bregðast við því. Með vaxandi fjölda gesta til landsins hafa áhyggjur fólks af álagi á land og þjóð farið vaxandi. Sumarið 2014 var umræða um sýnilegt álag á helstu náttúruperlur landsins vegna fjölda gesta mikil. Myndir af skemmdum vegna utanvegaaksturs voru áberandi og fjölmiðlar ræddu um viðhorf gesta til og umgengni þeirra um landið. Ráðstefnan er haldinn viku eftir dagslöngu þingi Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands og mun áherslan vera á að draga saman lærdóm þess þings. Hér er aðgengileg upptaka frá ráðstefnunni. |
Skráarviðhengi | Ná í viðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umhverfismál og sjálfbærni |
Útgáfuár | 2014 |
Útgefandi | Rannsóknamiðstöð ferðamála |
Leitarorð | álag, þolmörk, ágangur, utanvegaakstur, |