Fara í efni

Ástand friðaðra svæða

Nánari upplýsingar
Titill Ástand friðaðra svæða
Lýsing

Umhverfisstofnun hefur nú metið þær aðgerðir og verndarráðstafanir sem farið hefur verið í á þeim svæðum sem sett voru á Rauða listann árið 2010. Einnig hefur stofnunin endurskoðað ástand annarra friðlýstra svæða og hafa nokkur þeirra svæða sem voru á rauðum lista árið 2010 nú færst yfir á appelsínugulan lista vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til á svæðunum. Þessi svæði eru Dyrhólaey, Grábrókargígar, Gullfoss og Surtarbrandsgil. Tvö svæði sem voru á appelsínugulum lista árið 2012 hafa hinsvegar færst upp á rauðan lista og eru það verndarsvæði Mývatns og Laxár ásamt Laugarási. Fjögur ný svæði hafa bæst við appelsínugula listann en þau eru Skútustaðagígar, Skógafoss, Háubakkar og Rauðhólar. Tvö svæði eru dottin út af lista, Dynjandi og Hraunfossar. Önnur svæði eru óbreytt á milli ára og eru nú sex svæði á rauðum lista stofnunarinnar og 14 á appelsínugulum lista.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2013
Útgefandi Umhverfisstofnun
Leitarorð umhverfisstofnun, umhverfi, umhverfismál, rauðlisti, framkvæmdir,