Fara í efni

OECD Environmental Performance Reviews - Iceland 2014

Nánari upplýsingar
Titill OECD Environmental Performance Reviews - Iceland 2014
Lýsing

Íslensk náttúra hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar sem og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðamenn. Íslendingar njóta mikilla lífsgæða og hreins umhverfis sem býður upp á framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta er meðal meginniðurstaðna heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013. Í skýrslunni er bent á styrkleika og áskoranir í umhverfismálum Íslendinga. Meðal annars er það talið landinu til tekna að mótuð hafi verið skýr stefna varðandi stjórnun umhverfismála og sjálfbæra þróun. Íslendingar hafi nálgast umhverfisstjórnun með nýstárlegum hætti, svo sem í fiskveiðistjórnun og nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda. Gildi fyrir vatns- og loftmengun séu í sögulegu lágmarki og Ísland sé með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku af öllum þjóðum OECD. Þá hafi landið að geyma einstaka náttúru með óspillt víðerni, hveri, hraunbreiður og jökla sem margir óska eftir því að sjá og upplifa.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2014
Útgefandi OECD
Leitarorð umhverfi, OECD, umhverfismál, umhverfisstjórnun, umhverfisstofnun, náttúra