Fara í efni

Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum - Verkefnaáætlun 2018-2020

Nánari upplýsingar
Titill Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum - Verkefnaáætlun 2018-2020
Lýsing

Hér er lögð fram verkefnaáætlun landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og
menningarsögulegum minjum vegna áranna 2018-2020. Þessi þriggja ára verkefnaáætlun er
unnin samhliða fyrstu 12 ára stefnumarkandi landsáætlun.

Hér er einnig gerð grein fyrir því fjármagni sem ráðstafað hefur verið til áætlunarinnar á árunum
2018-2020.

Með þessari áætlun er tekist á við gríðarlega, uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á
ferðamannastöðum, -leiðum og -svæðum og inni í því aukin landvarsla. Lagt er til að
meginþorri fjármuna landsáætlunar næstu þrjú árin renni til slíkra verkefna. Jafnframt er
vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og rekstrar þeirra innviða sem byggðir hafa verið.
Vert er að nefna að með þessum tillögum og fjármagni er einungis hægt að koma til móts við
takmarkaðan hluta þeirra staða og verkefna sem óskað var eftir og verkefnisstjórn telur þörf á.
Jafnframt er einungis hægt að ráðast í takmarkaðan hluta nauðsynlegra innviðaverkefna á nær
öllum þeim stöðum sem áhersla er lögð á, svo og landvörslu. Þessi verkefni munu því ekki ljúka
uppbyggingu staða, heldur ná einungis til mjög afmarkaðra innviða innan viðkomandi staðar.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2018
Útgefandi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Leitarorð umhverfi, umhverfismál, náttúra, náttúruvernd, úthlutanir, styrkir, úthlutun, styrkur, landáætlun, innviðir, uppbygging, verkenaáætlun, innviðaáætlun, landáætlun, menningarsöhulegar minjar, fjarmagn, umhverfis- og auðlindaráðuneytið