Fara í efni

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017 - landshlutaskýrslur

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017 - landshlutaskýrslur
Lýsing

Könnun á viðhorfum landsmanna til ferðaþjónustu og ferðafólks á Íslandi sem Rannsóknamiðstöð ferðamála vann á árinu 2017. Í könnuninni var spurt um ýmis atriði sem varpa ljósi á viðhorf landsmanna. Nokkrar af spurningum könnunarinnar voru fyrst lagðar fyrir landsmenn í könnun á vegum Ferðamálastofu árið 2014.

Könnunin, sem fjármögnuð var af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, var lögð fyrir á tímabilinu september til nóvember 2017 og er hún liður í vöktun á viðhorfum heimamanna til ferðmanna og ferðaþjónustu. Hringt var í rúmlega 5.500 manns af öllu landinu og svöruðu 2.370 könnuninni. Svarhlutfall var 43%.

Í skýrslunum eru teknar saman niðurstöður könnunarinnar fyrir hvern landshlutanna sjö sem könnunin náði til.

Höfundar
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu
Útgáfuár 2018
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála,
Leitarorð viðhorf, þolmörk, rannsóknamiðstöð ferðamála, uppbygging, landkynning, fjöldi, fjöldi ferðamanna, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd