Fara í efni

Grasrótarstyrkir

Ferðamálastofa auglýsti á árunum 2015-2017 eftir umsóknum um verkefnastyrki til stuðnings grasrótarstarfi í ferðaþjónustu. Til ráðstöfunar voru alls um 12 milljónir króna, en hámarksupphæð einstaks styrks og/eða hámarksupphæð styrkja í hverjum landshluta voru 1,5 milljónir króna.

Um umsækjandann

  • Umsækjandi þarf að vera félag eða samstarfsklasi sem vinnur að þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu s.s. ferðamálasamtök, ferðamálafélög, markaðsstofur o.s.frv.
  • Verkefnið þarf að fela í sér skilgreint samstarf og hlutverk samstarfsaðila þurfa að vera skýr.
  • Markmið verkefnisins þurfa að vera skýr og mælanleg.
  • Umsókn þurfa að fylgja vandaðar kostnaðar- og verkáætlanir með tímasettum vörðum.
  • Verkefnistíminn er eitt ár frá úthlutun styrkjar og þarf verkefnum að vera lokið 1. október árið eftir að styrkur var veittur.
  • Heimilt er að útvista verkefni til þriðja aðila að gefnu samþykki Ferðamálastofu.
  • Ekki er veittur styrkur til vefsíðugerðar eða hönnunar, prentunar og/eða útgáfu á markaðsefni.

Rekstrarstyrkir til ferðamálasamtaka landshlutanna

Ferðamálasamtök landshlutanna geta sótt um endurgreiðslu á rekstrarkostnaði fyrir allt að kr 500.000 á ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslu eru eftirfarandi:

  • Framvísa þarf reikningum fyrir keyptri þjónustu.
  • Reikningarnir þurfa að vera stílaðir á viðkomandi ferðamálasamtök.
  • Ferðir fást einungis endurgreiddar gegn framvísun akstursreikninga eða farseðla.


Grasrótarstyrkir Ferðamálastofu eru auglýstir á vorin.


Úthlutaðir styrkir

 

Nánari upplýsingar

Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður
elias@ferdamalastofa.is