Litli leiðsögumaðurinn
„Litli leiðsögumaðurinn“ er gagnvirkur spurninga og leiðbeiningavefur sem ætlað er að aðstoða ferðaþjónustuaðila við að finna út undir hvaða leyfi þjónusta þeirra fellur.
Nánar tiltekið er Litla leiðsögumanninum ætlað að svara:
- Hvað telst pakkaferð?
- Hvað telst samtengd ferðatilhögun?
- Hvað fellur undir tryggingarskylda veltu ferðaskrifstofa?
Grundvallaratriðið er að sú þjónusta sem telst pakkaferð eða samtengd ferðatilhögun er tryggingarskyld og þeir sem setja saman, bjóða til sölu eða selja slíkar ferðir þurfa að hafa ferðaskrifstofuleyfi. Litli leiðsögumaðurinn á að geta svarað hvort ferðir falli undir tryggingarskyldu og hver ber tryggingarskylduna.
Ver er að taka fram að vefnum er einungis ætlað að vera ferðaþjónustuaðilum til leiðbeiningar og gefur það ekki endilega ótvírætt eða tæmandi svar í hverju einstöku tilviki. Vefurinn er gerður að finnskri fyrirmynd.