Gönguleiðir - Erfiðleikastig 2
Þrep 2 - Miðlungs leið
Nokkuð einföld en miðlungs erfið ganga á stíg/slóða. Krefst grundvallarfærni fyrir einstaklinga í ágætu gönguformi. Flestir geta farið þessa leið hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess.
Leiðir og stígar geta falið í sér lengri óslétta og erfiða kafla og hindranir svo sem óbrúaða læki og minni ár, lausamöl, há uppstig o.s.frv.
Hækkun, minni en 400 metrar.
Lengd í tíma, 4 klst. eða styttri.