Gönguleiðir - Erfiðleikastig 4
Þrep 4 – Lengri leið
Ganga fyrir mjög vant göngufólk í mjög góðri þjálfun. Erfiðar leiðir þar sem hæðarmunur getur verið mikill. Leiðir og stígar með hindrunum á borð við óbrúaðar ár, brattlendi og klettahöft sem óvönum og við slæmar aðstæður getur verið hættulegt. Ekki er hægt að gera ráð fyrir stíg eða slóða. Búnaður eins og nesti og aukaföt er nauðsynlegur sem og góðir fjallgönguskór.
Gera má ráð fyrir að þurfa að bera með sér allan búnað.
Lengd í tíma, 10 klst. og alveg upp í nokkra daga.
GPS tæki eða sambærilegt nauðsynlegt.
Æskilegt er að skrá ferðaáætlun á safetravel.is