Fara í efni

Endurskoðun upplýsingaveitu

Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna var hrundið af stað í lok árs 2015 og lauk 2017. Hér á síðunni eru helstu upplýsingar um verkefnið.

Markmið

  •   Tryggja að bestu og nákvæmustu upplýsingarnar sem varða öryggi ferðamanna séu þeim alltaf aðgengilegar allt árið um kring um allt
  •    land.
  •   Tryggja gæðastarf upplýsingaveitu á landsvísu.
  •   Finna nýjar tæknilausnir sem nýta má til að styðja við opinbera upplýsingaveitu, bæði innan og utan eiginlegra upplýsingamiðstöðva.
  •   Nýta og styðja við það stoðkerfi gestastofa, safna og annarra opinberra eininga sem fyrir er um allt land.
  •   Nýta það fjármagn sem málaflokkurinn fær á sem hagkvæmastan en jafnframt árangurríkastan hátt.

 

Áfangi I - 2016

Sjá einnig Þróunarverkefni um endskurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna - Áfangaskýrsla I

  • Kostnaðargreining núverandi kerfis upplýsingaveitu á landsvísu.
  • 13 kynningar- og umræðufundir um land allt þar sem verkefnið var kynnt ásamt því að möguleikar og áskoranir hvers svæðis á sviði upplýsingaveitu voru ræddar.
  • Tillögugerð vinnuhópa um landið að tilhögun nýs fyrirkomulags upplýsingaveitu á hverju landsvæði.
  • Skilgreining forgangsverkefna fyrir árið 2017 í fjórum málaflokkum: Öryggismál; Gæða-, fræðslu- og umhverfismál; Stafræn upplýsingaveita og Merkingar og auðkenni. 
  • Samningar við markaðsstofur landshlutanna og Safetravel um framkvæmd forgangsverkefna 2017

 

Áfangi II - 2017

  • Framkvæmd forgangsverkefna 2017
  • Þarfagreining á upplýsingaveitu við ólíka innkomustaði inn í landið s.s. Keflavíkurflugvöll, smærri alþjóðlega flugvelli, ferjuhafnir, við móttöku skemmtiferðaskipa o.s.frv. 
  • Málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna (haldið í Borgarnesi 8. júní 2017)
  • Skilgreining á forgangsverkefnum sem koma til framkvæmda 2018.

Verkefnisteymi

Ferðamálastofa ber ábyrgð á málaflokknum og stýrir verkefninu. Verkefnisteymið leiðir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar (hrafnhildur@ferdamalstofa.is) og í því situr einnig Guðný Hrafnkelsdóttir sérfræðingur (gudny@ferdamalastofa.is). 

Samstarf er við markaðsstofur landshlutanna og Safetravel í gegnum verkefnasamninga. Unnið er í fjórum hópum sem hver um sig ber ábyrgð á forgangsverkefnum síns málaflokks. Málaflokkarnir eru: öryggismálgæða-, fræðslu- og umhverfismálstafræn upplýsingaveita og merkingar og auðkenni

 

Öryggismál

Jónas Guðmundsson Safetravel - jonas@safetravel.is

Karen María Jónsdóttir Höfuðborgarstofu - karen@visitreykjavik.is

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir Markaðsstofu Suðurlands - ragnhildur@south.is

 

Gæða-, umhverfis- og fræðslumál

Jónína Brynjólfsdóttir Austurbrú - jonina@austurbru.is

Þuríður H. Aradóttir Braun Markaðsstofu Reykjaness - thura@visitreykjanes.is

 

Vefmál og stafræn upplýsingaveita

Halldór Óli Kjartansson Markaðsstofu Norðurlands - halldor@nordurland.is

Rögnvaldur Már Helgason Markaðsstofu Norðurlands - rognvaldur@nordurland.is

Birna Jónasdóttir Markaðsstofu Vestfjarða - birna@vestfirdir.is

 

Merkingar og auðkenni

Kristján Guðmundsson Vesturlandsstofu - kristjang@vesturland.is

Guðrún Birna Jörgenssen Íslandsstofu - gudrunbirna@islandsstofa.is

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Ferðamálastofu 

Guðný Hrafnkelsdóttir Ferðamálastofu 

Öryggismál

Vinnuhópur: 
Markaðsstofa Suðurlands, Höfuðborgarstofa og Safetravel í samstarfi við Ferðamálastofu.

 

Markmið: 
Að uppfærðar og réttar upplýsingar um öryggismál ferðamanna séu þeim aðgengilegar á lykilstöðum um land allt sem og á vefnum allt árið um kring.

Forgangsverkefni 2017:

  • Flokkun öryggispunkta* og greining á hvers konar öryggisupplýsingum þarf að koma á framfæri í hverjum flokki. 
  • Samræming skilaboða varðandi öryggismál á prenti, skiltum og vefsíðum opinberra aðila. 
  • Gerð tillagna um útfærslu á færanlegum upplýsingamiðstöðvum (öryggismiðstöðvar) sem aðstoða öryggis- og viðbragðsaðila við upplýsingjagjöf þegar vá steðjar að.
  • Tillögur að gerð og miðlun fræðsluefnis á sviði öryggismála fyrir ólíka miðla og í samvinnu við ferðaþjónustuaðila. 
 

*Öryggispunktar eru allir þeir staðir þar sem koma má á framfæri öryggisupplýsingum til ferðamanna. Til öryggispunkta teljast m.a ferðamannastaðir, vefsíður o.fl.

Gæða-, fræðslu- og umhverfismál

Vinnuhópur:
Markaðsstofa Reykjaness og Austurbrú í samstarfi við Ferðamálastofu. 

 

Aðrir samstarfsaðilar:
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Vakinn.

 

Markmið: 
Að vinna markvisst að auknum gæðum í starfsemi upplýsingaveitna t.d. í gegnum skipulagða fræðslu- og endurmenntun starfsmanna og skýra/sýnilega stefnu í umhverfismálum.

 

Forgangsverkefni 2017:

  • Hæfnigreining starfa í upplýsingaveitu (samstarf við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar).
  • Gerð fræðsluáætlunar byggðri á hæfnigreiningu. 
  • Gerð gæðahandbókar fyrir upplýsingaveitu í samstarfi við Vakann.

Stafræn upplýsingaveita

Vinnuhópur:  
Markaðsstofa Norðurlands og Markaðsstofa Vestfjarða í samstarfi við Ferðamálastofu.

 

Markmið: 
Að samræma og samþætta opinbera, stafræna upplýsingaveitu um landið eins og framast er kostur.
Tillögugerð varðandi ómannaðar stöðvar.

 

Forgangsverkefni 2017:

  • Þarfagreining á hvaða stafrænu lausnir ferðamenn vilja nýta sér til upplýsingaöflunar. 
  • Tæknilegar úrlausnir hvað varðar upplýsingaveitu til ferðamanna.
  • Þróun bakenda/innri vefs fyrir starfsfólk upplýsingaveitu.

Merkingar og auðkenni

Vinnuhópur:  
Vesturlandsstofa í samstarfi við Ferðamálastofu 

 

Aðrir samstarfsaðilar:
Íslandsstofa

Markmið:

Að vinna að samræmdu útliti/samræmdum merkingum á opinberri upplýsingaveitu um land allt, hvort sem um ræðir upplýsingamiðstöðvar, skilti, vefsíður, bæklinga eða annað.

Forgangsverkefni 2017:

  • Hönnun kennimerkis fyrir opinbera upplýsingaveitu
  • Gerð notendahandbókar fyrir kennimerkið