Ísland allt árið
Ísland allt árið – skýrslur fyrir markvissa stefnumótun í ferðaþjónustu
Hér að neðan er að finna skýrslur sem unnar hafa verið í tengslum við verkefnið Ísland allt árið. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nýta skýrslurnar við almenna stefnumótun fyrir greinina.
Með verkefninu Ísland allt árið er verið að vinna að meginmarkmiðum ferðamála samkvæmt ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2011 til 2020, þ.e.a.s. að auka arðsemi greinarinnar með fjölgun ferðamanna þar sem sérstök áhersla er lögð á lágönn.
Framkvæmdaaðilar og verkefnisstjórn
Ísland allt árið er unnið sem samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar,
Íslandsstofu, Icelandair, Iceland Express, Samtaka atvinnulífsins, Ferðamálastofu, Byggðastofnunar, Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi,
Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands
og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í upphafi verkefnisins var mynduð verkefnastjórn skipuð eftirfarandi aðilum:
- Erna Hauksdóttir, Samtökum ferðaþjónustunnar
- Jón Ásbergsson, Íslandsstofu
- Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu
- Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Verkefnastjórar verkefnisins eru þeir Hermann Ottósson, frá Íslandsstofu, og Karl Friðriksson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Fyrsti áfangi - öflun gagna
Fyrsta áfanga verkefnisins, öflun gagna, er nú lokið. Annars vegar var um að ræða öflun
gagna frá innlendum aðilum og hins vegar öflun samkeppnisviðmiða (e. benchmarking). Niðurstöðurnar eru aðgengilegar í skýrslunum hér
að neðan.
Öflun gagna frá innlendum aðilum
Við öflun gagna frá innlendum aðilum var ákveðið að framkvæma eftirfarandi:
- Netkönnun sem gerð var meðal ferðaþjónustuaðila.
- Greiningu á tölfræðilegum gögnum ferðaþjónustunnar.
- Upplýsingaöflun meðal annars um framtíðarsýn og sérstöðu einstakra svæða frá markaðsstofum víðs vegar um landið.
- Kortlagningu klasa eða samstarfs fyrirtækja í ferðaþjónustu.
- Kanna samkeppnishæfni ferðþjónustunnar meðal annarra þjóðríkja.
Framangreind vinna var unnin af eftirfarandi aðilum:
- Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, Háskólanum á Hólum.
- Karli Friðrikssyni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Oddnýju Þóru Óladóttur, Ferðamálastofu
- Sigríði Elínu Þórðardóttur, Byggðastofnun
- Sigríði Kristjánsdóttur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Einnig tóku Haukur Johnson og Viðar Guðjónsson þátt í vinnslu einstakra skýrslna.
Skýrslur - Ísland allt árið - Gefið út í ágúst 2011 (PDF)
- Tækifæri í heilsársferðaþjónustu
- niðurstöður netkönnunar
- Tækifæri í heilsársferðaþjónustu – frumniðurstöður netkönnunar eftir landshlutum
o Austurland 2011
o Höfuðborgarsvæðið 2011
o Norðurland 2011
o Reykjanes 2011
o Vestfirðir 2011
o Vesturland 2011
o Suðurland
- Samkeppnisfærni ferðaþjónustu
á Íslandi
(unnið úr göngum Alþjóða efnahagsráðsins)
- Greiningarvinna fyrir langtíma stefnumótun með
sérstaka áherslu á lágönn
Sérstaða landsvæða - Klasar - Tölfræði
Samanburðarvinna - Ísland, Nýja-Sjáland, Kanada, Finnland og Noregur
Íslandsstofa hafði umsjón með vinnu við samanburð á milli landa. Annars vegar er um að ræða skýrslu sem er er samantekt úr landaskýrslum um Finnland, Noreg, Nýja Sjáland og Kanada þar sem helstu niðurstöður eru bornar saman við Ísland. Jafnframt er í hverjum kafla farið yfir samsvarandi mál á Íslandi og skoðað hvað má læra af viðmiðunarlöndunum. Landaskýrslurnar sjálfar fjalla mun ítarlegar um hvað samanburðarlöndin hafa verið að gera til þess að efla heilsársferðaþjónustu og í þeim er jafnframt að finna ítarlega heimildaskrár fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra í viðfangsefnið.
Landaskýrslurnar unnu Eyrún Magnúsdóttir Msc í stjórnun og stefnumótun og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og mastersnemi í umhverfisfræðum. Við gerð þessarar samanburðarskýrslu notaði Guðjón Svansson, frá Intercultural Communication ehf, gögn þeirra um viðmiðunarlöndin og var hann jafnframt verkefnisstjóri. Yfirumsjón með verkinu hafði Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar Íslandsstofu. Skýrslurnar eru allar á PDF-formi.
- Samanburðarskýrsla - Ísland og hin löndin
- Skýrslur fyrir hvert land um sig