Landamærakönnun 2017-2018
Í júní 2017 hófst gagnasöfnun á Keflavíkurflugvelli vegna landamærakönnunar sem framkvæmd er af Epinion fyrir Ferðamálastofu og Hagstofuna. Könnunin er umfangsmikil og byggja spurningarnar að talsverðu leyti á spurningalistum frá fyrri viðhorfskönnunum gerðar hafa verið á vegum Ferðamálastofu, síðast sumarið 2016.
Reglulegri gagnasöfnun - meira niðurbrot
Stóra breytingin er hins vegar að með reglulegri gagnasöfnun er nú hægt að brjóta niðurstöðurnar niður á mánuði og tímabil og fá þannig nákvæmari niðurstöður og áreiðanlegri tölfræði um útgjöld, atferli og viðhorf ferðamanna. Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er fólk spurt nokkurra spurninga en fær síðan sendan hlekk í tölvupósti sem svarað er eftir heimkomu.
Lykilniðurstöður í Mælaborði ferðaþjónustunnar
Lykilniðurstöður úr könnunni eru aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar og snúa að svonefndu meðmælaskori og viðhorfi ferðamanna til ýmissa þátta á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu. Niðurstöður er hægt að skoða og bera saman eftir bakgrunnsbreytum könnunarinnar, þ.e. aldurs markaðssvæða og tekna.
Heildarniðurstöður og niðurhal
Hér að neðan má kynna sér niðurstöður nokkurra helstu spurninga og þá er einnig hægt að hlaða niður Excel-skjölum með heildarniðurstöðum.
- Heildarniðurstöður sumar 2017 (Excel)
- Heildarniðurstöður haust 2017 (Excel)
Landamærakönnun
Kyn og aldur
Tilgangur ferðar
Tegund gistingar
Gistinætur eftir tegund gistingar
Gistinætur flokkaðar eftir dvalarlengd
Dvalarlengd eftir tilgangi ferðar
Dvalarlengd eftir mánuðum
Var einhver hluti útgjalda greiddur fyrirfram vegna pakkaferðar?
Netkönnun
Menntun og tekjur
Með hverjum var ferðast
Hvaðan kom hugmyndin að Íslandsferð?
Svara þurfti öllum valkostum með já eða nei.
Hvað í íslenskri náttúru laðaði svarendur til Íslands?
Boðið var upp á að merkja við þrjá valkosti.
Hvenær vaknaði hugmyndin að Íslandsferð?
Hversu löngu fyrir brottför var ferðin bókuð?
Hvaða miðlar voru nýttir við skipulagningu ferðarinnar?
Hvaða miðlar voru nýttir meðan á ferð stóð?
Hvaða landssvæði var heimsótt?
Ánægja/óánægja með heimsóknir í einstaka landshluta
Spurt var: "Á heildina litið hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með heimsókn þína".
Gefnir voru svarmöguleikarnir: 1.Mjög ánægð(ur), 2.frekar ánægð(ur), 3.hvorki ánægð(ur), 4.frekar óánægð(ur), 5.mjög óánægð(ur)
Hvaða staðir voru heimsóttir?
Tölurnar sýna prósentuhlutfall þeirra sem nefndu viðkomandi stað.