Búðardalur-Laxarós Gönguleið
Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Dalabyggð
Upphafspunktur
N65°06.6323 W021°46.3246
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
- Bundið slitlag
- Timbur
- Möl
- Trjákurl
- Stórgrýtt
- Blandað yfirborð
Hættur
- Sjávarföll - Breytileg staða sjávar, flóð og fjarða
- Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
- Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Vínlandssetur í Búðardal.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalana en þar er að finna fjölmarga þjónustufyrirtæki, heilsugæslu og skóla. Helsta aðdráttarafl Búðardals er Vínlandssetrið en þar er að finna sýningar og sögur af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Vínlandssetri er að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en í Búðardal er einnig að finna gistiheimili, tjaldsvæði ásamt veitinga-og kaffihús. Frá Vínlandssetri hefst gönguleið um Búðardal-Laxarós.
Í byrjun göngu er gengið inn Ægisgötu en þar er að finna gangstétt sem liggur upp götuna. Niður við fjöruna er búið að setja upp göngubrýr til að auðvelda aðgengi og mottur hafa verið settar niður á gönguleið til að auðvelda aðgengi gesta. Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni. Gönguleið er mjög greinileg þegar komið er niður í fjöruborðið en lítið er um merkingar á leiðinni allri. Vínlandssetur er mjög hentugur staður til að hefja eða enda göngu en þar er að finna alla þá þjónustu sem útivistafólk þarf en einnig væri hægt að hefja göngu á öðrum stöðum í Búðardal.