Fara í efni

Akranes gönguleiðir Blönduð leið (ganga og hjól)

Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru um þetta fjölmennasta þéttbýli Vesturlands.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Akranes
Upphafspunktur
N64°19.5756 W022°04.0371
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Timbur
  • Hellulögn
  • Steinlögn
  • Möl
  • Gras
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
  • Tjaldsvæði
Starfsmaður tjaldsvæðis tilbúin til aðstoðar, starfsmaður við vita á Breiðinni með upplýsingar og einnig starfsmaður við Guðlaugu. Þjónusta er að finna víða á gönguleið.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika. Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma. Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlega áhugaverður áfangastaður að heimsækja.